FRAMLEIÐSLAN

Aldingróður ehf ræktar grænsprettur (microgreens) allan ársins hring fyrir mötuneyti og veitingastaði.

Sprettur eru í raun lítið grænmeti og litlar kryddplöntur sem eru ræktaðar þar til fyrstu kímblöð plöntunnar hafa komið fram.

Ræktunartími tegunda er nokkuð misjafn, frá 7-30 dagar.

Hæð tegunda er einnig misjöfn, frá 3-10 sentimetrum.

Ræktum um 20 mismunandi tegundir sem hver um sig hefur sinn karakter hvað varðar útlit, áferð, lit og bragð.

Þessar litlu en knáu sprettur eru bragðmiklar, hlaðnar vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

Fersk og nýstárleg hugmyndafræði um það hvar og hvernig má rækta gæða ferskvöru.

Við tölum um að varan okkar sé 100% handgerð þar sem engar vélar koma að ræktuninni.

Mikil vinna liggur á bak við hverja ræktaða einingu og við trúum því að allan mat á að rækta á ábyrgan hátt, í nálægð við markaðinn og eigi að bragðast vel.

Enginn eiturefni eru notuð við ræktun.

VIÐ FRAMLEIÐUM

yfir 20 tegundir

KARSASPRETTUR

(Lepidium sativum)

Bragðsterkur, pipraður og ögn beiskur.

Karsi tilheyrir sömu ætt og t.d. sinnep og wasabi og hefur því nokkuð afgerandi bragð.

Frábær í salatið, ofan á brauð með lárperu eða eggi, í súpuna, eggjaköku og sem viðbót í sósur.

Ræktunartími: 7 dagar
Dökkgrænn að lit, blöð oft á tíðum krulluð og djúpskorin.
Hæð: 3-4 sm.

Inniheldur mikið af:
A, C, K, B2, B6, B9 vítamínum
Mangan, fosfór, kalíum, járn og kopar.

ELDSPRETTUR

(Amaranth)

Milt jarðarbragð sem sem minnir einna helst á rauðrófu.

Þar sem Eldsprettan hefur ekki afgerandi bragð en er fíngerð og hefur fagurrauðan lit. Mikið notuð sem skraut og hentar einstaklega vel með bragðmiklum mat.

Ræktunartími: 7 dagar
Eldrauð og fíngerð
Hæð: 3-4 sm

Inniheldur mikið af:
A, C, E vítamínum
Fólat, járni, magnesíum, fosfór, kalíum, kalsíum,beta-karótín, andoxunarefnum og steinefnum.

SINNEPSSPRETTUR

(Mustard)

Bragðmiklar sprettur með sætum undirtón sem minna á Dijon sinnep.

Frábærar í sýrða rjómann, sem skraut, flottar í boostið og safana.

Ræktunartími: 7 dagar
Bæði rauðbrún og græn hjartalaga kímblöð
Hæð: 3-4 sm.

Inniheldur mikið af:
A, C, K, E, B6 vítamínum
Fólat, níasín, kopar, kalsíum, járn, mangan og sink.

SÓLBLÓM

(Sunflower)

Bragðmildar, kjötmiklar, sætar á bragðið ásamt því að hafa keim af hnetum. Bragðið minnir á gulrætur.

Henta frábærlega sem millimál eða snakk, í salatið og sem álegg á brauð.

Ræktunartími: 7 dagar
Stórgerðar, kjötmiklar og safaríkar.
Hæð: 8-10 sm.

Inniheldur mikið af:
A, B, D, E vítamínum
Amínósýrur, kopar, kalsíum, járn, magnesíum, kalíum, sink, fosfór

BROKKOLÍSPRETTUR

(Broccoli)

Milt og gott brokkolí bragð.

Þar sem Brokkolísprettur er mjög mildar á bragðið henta þær með öllum mat og krökkum finnst gaman að borða.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að Brokkolísprettur innihalda 40% meira vítamín og steinefni en brokkolíhausar. Þ.e.a.s. að einungis þarf að borða 400 gr. af Brokkolísprettum á móti 1 kg. af brokkolíhausum.

Ræktunartími: 7 dagar
Græn tvískipt blöð á hvítum stilk
Hæð: 3-4 sm.

Inniheldur mikið af:
A, C vítamínum
Kalsíum, járn, fosfór, magnesíum, mangan, sink

SINNEPSSPRETTUR “Wasabi“

(Mustard “Wasabi”)

Þessi sinnepsblanda er vel krydduð, sterk og rífur nokkuð í.

Á ekkert skilt við wasabi plöntuna en bragðið er mjög svipað.
Þar sem bragðið er mjög kraftmikið og sterkt hentar hún vel með grillmat, í sýrðan rjóma og sushi. Einnig kjörin á smurbrauð (smørrebrød).

Ræktunartími: 7 dagar
Ljósgræn kímblöð á hvítum stilk
Hæð: 3-4 sm.

Inniheldur mikið af:
A, C vítamínum
Kalsíum, járn, fosfór, magnesíum, sink

RAUÐKÁLSSPRETTUR

(Red Cabbage)

Milt rauðkálsbragð.

Fallegir litir kímblaða og stönguls ásamt mildu fersku rauðkálsbragði henta Rauðkálssprettur með öllum mat.

Ræktunartími: 7 dagar
Grænblá glansandi kímblöð á fjólubláum stilk
Hæð: 3-4 sm.

Inniheldur mikið af:
C, E, K vítamín
járn, kalíum, sink, kalsíum

KÓRÍANDERSPRETTUR

(Cilantro)

Bragðpalletta margslunginn og einstök. Blanda af steinselju og súraldin bragði. Bragðmikil, örlítil sæta og sítrus. Eftirbragð líkist mandarínu.

Kóríander er ein af þessum skemmtilegu tegundum sem er annað hvort elskuð eða hötuð. Enginn millivegur. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að 20% jarðarbúa hafi í sér gen sem gerir það að verkum að þeir finni járn eða sápubragð af Kóríander.

Frábærar í Suður-Ameríska og asíska matargerð.
Eins og í salsa, guacamole, tacos, hrísgrjón og ídýfur

Ræktunartími: 14 dagar
Dökkgræn, fíngerð kímblöð.
Hæð: 5-7 sm.

Inniheldur mikið af:
C, E, K vítamín
Beta karótín

RAUÐSÚRUSMÁBLÖÐ

(Sorrel)

Þessi skemmtilega tegund bragðast eins og túnsúra.
Mild sýra ásamt ögn af sætu.

Laufblöð smágerð, 2-3 sm, fagurgræn með rauðum blaðæðum.

Lágvaxinn og einstaklega falleg sem skraut, frábær með sjávarmeti og í salat.

Ræktunartími: 30 dagar
Smágerð dökkgræn blöð með fallegum rauðum blaðæðum.

Inniheldur mikið af:
A, C vítamínum
Jurtatrefjar, fólat, kalsíum, járn, magnesíum,fosfór, kalíum, mangan,

SKJALDFLÉTTA

(Nasturtium)

Bragðsterk, pipruð og örlítið sætt.

Blöð 3-5 sm á breidd, hringlaga, mjúk undir tönn og safarík.

Henta vel með ostum, í kartöflusalatið og eggjaköku og sem skraut.

Ræktunartími: 14 dagar
Hringlaga blöð á löngum stilk.
Hæð: 8-10 sm.

Inniheldur mikið af:
A, C, D vítamínum
Beta karótín, járn, mangan