UM OKKUR

Aldingróður ehf var stofnað árið 2019 í Vestmannaeyjum. Starfssemin fer fram í tveim 40 feta gámum á besta stað í Eyjum.

Meginstarfsemi fyrirtækisins er framleiðsla á sprettum.
Einnig innfluttningur og sala ávaxtatrjáa ásamt trjáklippingum og ráðleggingum.

Aldingróður er aðili að Samtökum smáframleiðenda matvæla, ssfm.is

UMHVERFISSTEFNA

Okkur er umhugað um umhverfið.
Við ræktun eru notuð LED ljós og varmadæla sem lágmarkar alla orkunotkun.
Lóðrétt ræktun (Vertical farming) hámarkar nýtingu lands og er óháð ytri þáttum umhverfis.

Ræktunin krefst yfir 50% minni vatnsnotkunar en hefðbundin ræktun.
Eftir að sprettubakkarnir hafa verið notaðir af viðskiptavinum og við komum með nýja sendingu eru þeir eldri teknir til baka með ræktunarmold.
Ræktunarmoldinni söfnum við saman og nýtum sem jarðveg til gróðursetningar á trjám út í náttúruna.

Með því kolefnisjöfnum við nær allann okkar innfluttning og dreifingu vörunnar.
Ræktunarbakkarnir eru þrifnir, sótthreinsaðir og notaðir aftur.